Sýnir okkur augljósa úrkynjun fjórflokkakerfisins

Þegar að þau Ragnar Árnadóttir og Gylfi Magnússon voru ráðin í ráðherrastörfin fannst mér það hið besta mál.  Mér fannst mikilvægt að fá faglega ráðna ráðherra og taldi það hljóta að vera betri kost.  Síðan hef ég auðvitað fylgst með þeim og fundist margt gott sem þau gera þó auðvitað sé ég ekki sammála öllu.  Á heildina litið hefur mér líkað við þeirra vinnubrögð.

Í gær rann upp fyrir mér hvers vegna mér líkar þeirra vinnubrögð, þau eru laus við þetta flokkspólitíska þras.  Nálgun þeirra á viðfangsefnin er faglegri en maður á að venjast af stjórnmálum.  Það verða auðvitað aldrei allir sammála um ákvarðanirnar en ef þær byggja á faglegum grunni hlýtur það að vera betra en ef þær byggja á pólitískum grunni.

Hvað kostar það þjóðfélagið að hafa flokkaráðherra? Sennilega hafa þau Ragna og Gylfi meiri tíma í sín ráðherrastörf.  Hefðbundinn flokkaráðherra er oftast að sinna öðrum verkum líka eins og  formennsku eða varaformennsku, þingstörfum og svo má ekki gleyma að allir eru þeir fjölmiðlafulltrúar sinna flokka og í harðri baráttu við hina flokkana. 

Ragna og Gylfi eru einnig með menntun í samræmi við ráðuneytin sem þau bera ábyrgð á.

Ef einhverjar breytingar verða gerðar á fjórflokkakerfinu (hef enga trú á að svo verði) ætti að fjölda faglega ráðnum ráðherrum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ragna Árnadóttir er eina manneskjan á Íslandi, sem látið getur lögsækja Össur Skarphéðinsson fyrir brot á 2. tölulið 91. greinar athyglisverðasta kaflans í almennum hegningarlögum lýðveldisins. Hvers vegna hefur hún ekki gert það?

Jón Valur Jensson, 15.2.2010 kl. 10:29

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ragna og Gylfi eru auðvitað í fjötrum hins pólitíska starfskerfis fjórflokksins og hafa komist furðu vel frá því. En auðvitað má sitthvað finna til sem þau hefðu átt að gera betur. Síðan er auðvitað hin kerfisþrædda háskólamenntun mikil fötlun allri frjálsri hugsun og heilbrigðri skynsemi.

Árni Gunnarsson, 15.2.2010 kl. 11:15

3 Smámynd: Tómas Einarsson

Menntun dregur nú ekki úr hæfni fólks en ein og sér dugar hún takmarkað.  Blanda af menntun, reynslu og þroska er sennilega ákjósanlegasti prófíllinn.

Tómas Einarsson, 15.2.2010 kl. 12:01

4 identicon

“It is a miracle that curiosity survives formal education.”
Albert Einstein

Gulli (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Einarsson

Höfundur

Tómas Einarsson
Tómas Einarsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...picture_263

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband