Gagnaver - Frumraun

Skyndilausnir og skjótfengin gróði eru eitthvað sem bæði stjórnmálamenn og fjárfestar eru ginkeyptir fyrir.  Útrásarárin einkenndust af ótrúlegum hagnaði á ótrúlega skömmum tíma, allavega þegar allt lék í lyndi.   En stöðugt efnahagslíf byggir á traustum fyrirtækjum sem vaxa á eigin verðleikum, hægt og örugglega.

Aðstandendur Verne Global eru reynsluboltar í rekstri gagnavera og ættu að geta rutt brautina farsællega fyrir þennan iðnað.  Mikilvægt er að vel sé farið af stað og gott orðspor og markaðssetning fylgi.

Sjálfur vinn ég hjá fyrirtæki sem starfar í beggja vegna atlantshafsins og í Asíu, mikið af okkar gögnum er í Evrópu og þarf USA að sækja þau þangað síðan þarf Asía að sækja þau í gegnum USA.  Með gagnastreng á milli Íslands og Asíu yfir norðurpólinn væri Ísland orðin hinn fullkomni miðpunktur gagnaflæðis á milli þessara 3ja heimsálfa. 

Tækifærin eru svo sannarlega til staðar en þetta eru hápólitísk mál innan fyrirtækja.  Pólitík í Evrópu snýst mjög mikið um að skapa og tryggja störf.  Það þarf meira en ódýra orku, kælimöguleika og “grænt” umhverfi til að fá fyrirtæki með sín gagnaver hingað til lands.

Það er gott að einhver ríði á vaðið með fyrsta gagnaverið en við þurfum að hafa vaðið fyrir neðan okkur og tryggja að þetta fari vel af stað og að orðspor okkar og þessa tækifæris fari víða.  En tryggjum fagleg vinnubrögð á öllum stigum málsins.  Það síðast sem við þurfum er óábyrg spákaupmennska.  Höfum í huga að:

  • þetta er fyrsta slíka gagnaverið sem byggt er hérnlendis - FRUMRAUN
  • Þessir aðilar General Catalyst Partners + BTB eru að gera þetta í fyrsta sinn - FRUMRAUN
  • Þetta er fyrsta gagnaverið sem rekið verður hérlendis – FRUMRAUN

Mikilvægt er að:

  • hægt sé að nota byggingarnar í eitthvað annað ef þetta klúðrast
  • hægt sé að stækka byggingarnar ef þörf verður á
  • hægt sé að losa sig undan samningum við ÞESSA aðila ef þeir standa sig ekki
  • raunverulegar tryggingar sé fyrir þeim útgjöldum, fyrirgreiðslum og ívilnunum sem ríki og sveitarfélög leggja útí vegna þessa.

Og síðast en ekki síst þarf að búa til almenna stefnu varðandi ívilnanir tilhanda þess konar rekstri sem bæði nýir aðilar geta gengið að við undirbúning og almenningur getur skoðað.


Hagstæð verðtryggð húsnæðislán - Íslandsbanki

Ég stend í því þessa dagana að fá útlausn minna mála hjá Íslandsbanka.  Ekki er um stórt vandamál að ræða en samt einn merkilegur hlutur - VERÐTRYGGT húsnæðislán tekið á 60fm íbúð.

Til gamans ákvað ég að skoða það ef ég tæki þetta lán í dag.  Á vefsíðu ISB undir hinu saklausa lið: "hefðbundið húsnæðislán" má finna allt (nema varnaðarorðin sem mættu vera mörg og feitletruð) um verðtryggð lán.  Þar er einnig reiknivél sem ég notaði og fékk þessar niðurstöður.

Lán: 13.500.000

Vextir 6,5%

Verðbólga 9% (reiknivélin stakk uppá 2,5%!!!!!  yfir 40 ár!!!)

Lánstími 40 ár.

Niðurstöður:

Heildarlántökukostnaður 335.935.000 (tæpar 336 miljónir)

Mæli með þessu láni.  En þess má geta að lánið sem ég tók (sama upphæð) í ágúst 2007 stendur núna í rúmum 17 miljónum.

Vörum börnin okkar við þessu okri.


« Fyrri síða

Um bloggið

Tómas Einarsson

Höfundur

Tómas Einarsson
Tómas Einarsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...picture_263

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband