Stuðningsmenn og bakland er nauðsynlegt í viðskiptum og pólitík.

Þessa grein skrifaði ég í síðust viku og birti hérmeð.

 

Á þessum tímamótum okkar íslendinga finnst mér eitt koma berlega í ljós.  Í gegnum tíðina hef ég átt erfitt með að koma orðum að þessum þætti en ætla að gera eina tilraun.

Í íþróttum er talað um að stuðningsmenn geti skipt sköpum, einnig er vitað að þjálfarar og fylgdarlið þarf að vera öflugt sem og styrktaraðilar.  Bæjarfélög og heimaborgir þurfa að styðja við íþróttafélögin, við þurfum að vera innan alþjóðlegra vébanda og þátttakendur í ýmsu alþjóðlegu starfi..  Með öðrum orðum, baklandið þarf að bera öflugt og umgjörðin rétt.  Án þessa eigum við erfitt í samkeppni við aðrar þjóðir, fáum ekki þátttökuréttindi eða eigum jafnvel ekkert erindi á alþjóðleg mót.

Í aðdraganda bankahrunsins upplifðum við það að okkur skorti bakland í viðskiptum, bankar og stórfyrirtæki höfðu keypt sig inn á erlenda markaði og þegar á reyndi lokuðust allar dyr (lánalínur og margt fleira)

Í kjölfar bankahrunsins upplifum við það að okkur skortir bakland í pólitík.  Norðurlöndin sögðu nei, USA sagði nei og EU sagði nei.  Atburðir gærdagsins sýna einnig að við fáum ekki þá umfjöllun sem við gerum ráð fyrir, við eigum ekkert bakland. 

Það er óraunhæft fyrir fyrirtæki frá svona litlu landi að ætla sér fyrirferðamikið hlutverk á stórum mörkuðum, mörkuðum sem skiptir þjóðir miklu máli.  Það er kannski hægt með því að sameinast fyrirtækjum sem eiga pólitískt og viðskiptalegt bakland á viðkomandi mörkuðum.  En ein og sér munum við eiga verulega undir högg að sækja frá baklandi annarra.

Góðir hlutir gerast hægt, góð fyrirtæki vaxa hægt, traust útrás þarf að gerast hægt.  Og við þurfum að lúta reglum þjóðanna og haga okkur eins og siðmenntuð þjóð.

Er baklandið að styrkjast núna í Evrópu?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Einarsson

Höfundur

Tómas Einarsson
Tómas Einarsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...picture_263

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband