Algert stjórnleysi, hver getur stjórnað landinu?

Jóhanna er komin heim úr fríinu til að stjórna landinu.  En hún hefur ekki stjórn á landinu og hefur enn ekki sýnt neitt sem gefur til kynna að hún ætli að stjórna landinu.  En hver gæti stjórnað?

Steingrímur J.?  Eitt af því fyrsta sem hann sagði sem fjármálaráðherra var að hann ætlaði ekki að skipta sér af ákvörðunum bankanna, það væri ekki verk pólitíkusa.  Þetta er voða flott sagt og það vissu leiti rétt ákvörðun EN EKKI Í ÞESSU STRÍÐSÁSTANDI SEM RÍKT HEFUR HÉR FRÁ HRUNI!!!!  Enda leika bankarnir nú lausum hala með kúlulánsþegana (Finn Sveinbjörnsson og fleiri) í broddi fylkingar.

Bjarni Ben?  Hann er of tengdur bröskurum þessa lands og hann hefur ekki getað með trúverðugum hætti sannfært mig um að vera alveg saklaus.  Hver veit hvað á eftir að koma uppá yfirborðið.  Svo er hann að halda hlífðarskildi yfir þingmönnum sinum sem hafa brotið lög og sýnt eindæma siðblindu (sbr. Ásbjörn Óttarsson og Tryggva Þór Herbertsson).

Sigmundur Davíð?  Það sama má segja um hann og Bjarna.  Vafningar!  Svo hafa framsóknarmenn þessa lands farið offari síðustu ár og komast upp með ótrúlega samtvinnun stjórmála og viðskipta sbr. Finn Ingólfsson, Ólaf Ólafsson.  Afhverju er engin að tala um Finn Ingólfsson?

Hreyfingin? Hmm... getur varla stjórnað sjálfri sér en þó koma þau Þór Saari og Birgitta Jónsdóttir með ferska vinda inn í dauninn á Þinginu.

Ef Steingrímur hefði aðeins meiri kjark væri hann sennilega sá eini sem gæti tekið almennilega til í landinu en hann er búinn að vera of lengi á þingi og er að reyna að beita hefðbundnum aðferðum á óhefðbundin vandamál. 

 

Það er erfitt að hafa trú á því að hægt verði að reisa sómasamlegt Ísland úr rústum hrunsins.  Horfandi uppá óhæfa stjórnmálamenn agndofa yfir siðlausum bankamönnum.  Sannarlega vona ég að skýrsla rannsóknarnefndarinnar sé vel unnin og hjálpi okkur í viðreisninni.  Það að einugis 12 einstaklingar fengu send bréf vegna andmælaréttar boðar ekki gott að mínu mati. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Mér finnst gaman að lesa það þú skrifa hérna enda greinilega maður sem er tilbúinn að hugsa málin. Ég er orðinn svo leiður á gagginu sem hér viðgengst af vinsælustu bloggurunum.

Gísli Ingvarsson, 11.2.2010 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Einarsson

Höfundur

Tómas Einarsson
Tómas Einarsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...picture_263

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband