Opið bréf til Steingríms Sigfússonar

 Sæll Steingrímur,

Ef hamfarir þær er riðið hafa yfir okkur íslendinga frá 2008 duga ekki til að breytingar verði gerðar á verðtryggingakerfinu, hvað þarf þá til?

Að frátöldum nokkrum fjármagnseigendum hef ég ekki hitt fyrir nokkurn mann sem telur þetta kerfi vera réttlátt.  Sér í lagi eru útlendingar furðulostnir yfir þessu fyrirkomulagi.  Það sýnir okkur hversu samdauna við erum orðin gagnvart þessu óréttlæti.

Nokkrar vangaveltur:

  • Verðtryggjun laun til móts við lánin (óhugsandi!)
  • Hægt væri að greiða vexti af verðbótunum en EKKI leggja þær ofaná höfðustólinn (ég tók lán uppá 13,5 mio en EKKI 17,2!!!)
  • leiðréttum verðbólguútreikningana og látum það gilda afturvirkt, þá leiðréttast verðtryggð lán sjálfkrafa á réttlátan hátt.

Stutt saga:

2007 kaupi ég mér 60fm íbúð til eigin nota.  Ég greiði 3 mio út og fæ 13,5 lánaðar (íslenskt verðtryggt lán).  Lánið stendur núna í 17,2 mio, þrátt fyrir reglulegar afborganir!!  Eigiðféið er uppurið og væri það hvort sem íbúðarverð hefði lækkað eða hækkað.

Eigið fé: 3 mio

Afborganir ár 3 árum: 2,6 mio

Hækkun láns: 3,7 mio

Það hefur semsagt kostað mig 9,3 mio á 3 árum að koma þaki yfir höfuð mér!!!!

Ef ég hefði ekki þurft að kaupa íbúð og hefði sett 3 mio inná bankabók hefði Ríkið tryggt innistæðuna með öllum ráðum, bankakerfið hefði greitt mér vexti.  Og svo hefði verðtryggingin tryggt mig gagnvart verðbólgunni.

Ég hefði m.ö.o. sem fjármagnseigandi verið gulltryggður og verndaður fyrir öllum hugsanlegum skakkaföllum.  En sem lántakandi er ég látin bera kostnaðinn af öllum óvissuþáttum og nýt ENGRAR verndar.

Mér er kunnugt um aðgerðir ríkisstjórnarinnar, þær bara leysa ekki orsök vandans.

Mig langar að hvetja þig til að nota tækifærið sem þessi kreppa þó er og koma í gegn róttækum breytingum.  Ef kreppan nú hefur ekki búið til jarðveginn fyrir slíkar breytingar þá mun hann aldrei verða til.

 

Virðingarfyllst.

 

Tómas Einarsson

Reikningur uppá hundruði milljóna fyrir skíðaferð stjórnenda Landsbankans!!!

Reikningur uppá hundruði milljóna fyrir skíðaferð stjórnenda Landsbankans!!!

Ég hef eftir 100% heimildum að 12 stjórnendur LÍ hafi farið í skíðaferð (til Frakklands) ásamt mökum og skilað inn reikningi uppá mörg hundruð milljónir.  Upphæðin var svo há að ég átti fyrst bágt með að trúa henni en heimildirnar eru það traustar að ég get ekki annað en trúað þessu.  Þar voru liðir eins og:
Skíðakennsla: 3 milljónir
Barinn á hótelinu: 21 milljón

Rannsóknanefndin á m.a. að hafa upplýsingar um þetta.  Kannski er þessi mynd úr þeirri ferð. 

http://silfuregils.eyjan.is/2010/02/16/glatt-a-hjalla/

En kostnaðurin var svo stjarnfræðilegur að manni dettur einungis peningaþvottur og/eða monkey business LÍ með JAJ, PH og þ.h. fólki.

Sigurjón og Elín lenda eiga eftir að lenda í miklum vandræðum, það er alvega á hreinu.  En vitið þið hvort sonur Elínar sé enn í skilanefnd Landsbankanns?


Sýnir okkur augljósa úrkynjun fjórflokkakerfisins

Þegar að þau Ragnar Árnadóttir og Gylfi Magnússon voru ráðin í ráðherrastörfin fannst mér það hið besta mál.  Mér fannst mikilvægt að fá faglega ráðna ráðherra og taldi það hljóta að vera betri kost.  Síðan hef ég auðvitað fylgst með þeim og fundist margt gott sem þau gera þó auðvitað sé ég ekki sammála öllu.  Á heildina litið hefur mér líkað við þeirra vinnubrögð.

Í gær rann upp fyrir mér hvers vegna mér líkar þeirra vinnubrögð, þau eru laus við þetta flokkspólitíska þras.  Nálgun þeirra á viðfangsefnin er faglegri en maður á að venjast af stjórnmálum.  Það verða auðvitað aldrei allir sammála um ákvarðanirnar en ef þær byggja á faglegum grunni hlýtur það að vera betra en ef þær byggja á pólitískum grunni.

Hvað kostar það þjóðfélagið að hafa flokkaráðherra? Sennilega hafa þau Ragna og Gylfi meiri tíma í sín ráðherrastörf.  Hefðbundinn flokkaráðherra er oftast að sinna öðrum verkum líka eins og  formennsku eða varaformennsku, þingstörfum og svo má ekki gleyma að allir eru þeir fjölmiðlafulltrúar sinna flokka og í harðri baráttu við hina flokkana. 

Ragna og Gylfi eru einnig með menntun í samræmi við ráðuneytin sem þau bera ábyrgð á.

Ef einhverjar breytingar verða gerðar á fjórflokkakerfinu (hef enga trú á að svo verði) ætti að fjölda faglega ráðnum ráðherrum.


Leikþátturinn "Nýja Ísland" í leikstjórn Bjarna B.

Síminn hringir.

Ásbjörn Ó: "Já, sæll, er þetta Bjarni?  Þetta er Ási hérna, æi, það er smá mál í uppsiglingu.

Bjarni B: "Nú, hvað er í gangi"

Ásbjörn Ó: "æi, við konan greiddum okkur smá arð, vildum koma okkar málum á hreint, þú skilur.  Vera ekki með öll eggin í sömu.. þú veist.

Bjarni B: "Ok, gott mál.  Maður verður að hugsa um sín mál"

Ásbjörn Ó: "jááá..., en við greiddum okkur arð af tapi!"

Bjarni B: "Ó, ehh..., ég ætla að hringja í einn viðskiptafélaga og hringi í þig á eftir"

Bjarni B: "Halló, Kalli?, sæll Bjarni hérna"

Karl W: "Blessaður gamli, allt í góðu?"

Bjarni B: "smá vesen, einn af þingmönnunum mínum greiddi sér arð af tapi, þetta gæti orðið ljótt mál í fjölmiðlum"

Karl W: "hei, arð af tapi, big deal!  Við gerðum þetta með Sjóvá og þetta er ekkert mál.  Hafðu engar áhyggjur"

Bjarni B: "gott að heyra, það er rétt hjá þér.  Þakka þér, pabbi og frændi biðja að heilsa!"

Bjarni B: "Ásbjörn!, sæll Bjarni hérna.  heyrðu, þetta verður ekkert mál, við tökum bara "þögnina" á þetta og svæfum málið.  Ekki tjá þig meira í fjölmiðlum og þetta fjarar út á 1-2 vikum.  OK?!"

Ásbjörn Ó: "Glæsilegt!  Heyrðu, hann Tryggvi Þ. er hérna, hann langar að tala við þig, eitthvað Askar vesen í uppsiglingu"

Bjarni B: "Æi, hef ekki tíma núna.  Segðu honum að taka bara "þögnina" og "Ekki gera neitt" á þetta og þjóðin gleymir þessu á mettíma.

Ásbjörn Ó: "geri það. Vá!  Frábært þetta nýja Ísland.  Tryggvi! Viltu meira kakó?...., hei, Bjarni við Tryggvi eru að fara að vinna, heyrumst!"

Hversu lengi eigum við að þola þetta siðleysi í þjóðfélaginu???


Það þarf ekkert Icesave til að fá ríki eins og Frakkland uppá móti okkur

Það hefur ekki farið hátt á Íslandi að nokkrir tugir franskra viðskiptavinir Landsbankans í Lúxembourg hafa undirbúið málshöfðun á hendur stjórnendum Landsbankans.

Landsbankinn var að selja sínar afurðir í gegnum söluskrifstofu sína í Cannes.  Hann bauð lán gegn veðum í eignum fólks sem staðsettar eru í Frakklandi.  Lánasamningarnir voru á þá leið að stærstur hluti lánsins (80-90%) fóru í sjóð á vegum Landsbankans í Luxembourg en viðskiptavinirnir gátu svo ráðstafað afganginum að eigin vild.

Nú kemur að merg málsins.  Þessir sjóðir eru nú tómir og ganga á að veðum, þ.e. eignum fólksins en...Lansbankinn hafði ekki bankaleyfi í Frakklandi og mátti því ekki taka veð í fasteignum þar í landi.

Einn af þeim sem lenti í þessu er maður að nafni Enrico Macias, hann er frægur franskur söngvari og veðsetti hann snotra villu í Saint-Tropez uppá nokkrar milljónir evra.  Hann hefur gefið þessu nokkra fjölmiðlaathygli.  Þess má geta að Enrico er persónulegur vinur Nicolas Sarkozy frakklandsforseta.

Lögfræðingurinn David Dana hefur verið fenginn til að fara með mál Enrico og 20 annarra í svipaðri stöðu.

Síðustu upplýsingar sem ég hef eru þær að engin lögfræðistofa í Luxembourg vildi taka að sér málið fyrir hönd Landsbankans. 

Það þarf ekkert Icesave til að fá slæmt orð á sig í öðrum löndum heldur eingöngu óábyrg vinnubrögð nýríkra íslendinga.


Algert stjórnleysi, hver getur stjórnað landinu?

Jóhanna er komin heim úr fríinu til að stjórna landinu.  En hún hefur ekki stjórn á landinu og hefur enn ekki sýnt neitt sem gefur til kynna að hún ætli að stjórna landinu.  En hver gæti stjórnað?

Steingrímur J.?  Eitt af því fyrsta sem hann sagði sem fjármálaráðherra var að hann ætlaði ekki að skipta sér af ákvörðunum bankanna, það væri ekki verk pólitíkusa.  Þetta er voða flott sagt og það vissu leiti rétt ákvörðun EN EKKI Í ÞESSU STRÍÐSÁSTANDI SEM RÍKT HEFUR HÉR FRÁ HRUNI!!!!  Enda leika bankarnir nú lausum hala með kúlulánsþegana (Finn Sveinbjörnsson og fleiri) í broddi fylkingar.

Bjarni Ben?  Hann er of tengdur bröskurum þessa lands og hann hefur ekki getað með trúverðugum hætti sannfært mig um að vera alveg saklaus.  Hver veit hvað á eftir að koma uppá yfirborðið.  Svo er hann að halda hlífðarskildi yfir þingmönnum sinum sem hafa brotið lög og sýnt eindæma siðblindu (sbr. Ásbjörn Óttarsson og Tryggva Þór Herbertsson).

Sigmundur Davíð?  Það sama má segja um hann og Bjarna.  Vafningar!  Svo hafa framsóknarmenn þessa lands farið offari síðustu ár og komast upp með ótrúlega samtvinnun stjórmála og viðskipta sbr. Finn Ingólfsson, Ólaf Ólafsson.  Afhverju er engin að tala um Finn Ingólfsson?

Hreyfingin? Hmm... getur varla stjórnað sjálfri sér en þó koma þau Þór Saari og Birgitta Jónsdóttir með ferska vinda inn í dauninn á Þinginu.

Ef Steingrímur hefði aðeins meiri kjark væri hann sennilega sá eini sem gæti tekið almennilega til í landinu en hann er búinn að vera of lengi á þingi og er að reyna að beita hefðbundnum aðferðum á óhefðbundin vandamál. 

 

Það er erfitt að hafa trú á því að hægt verði að reisa sómasamlegt Ísland úr rústum hrunsins.  Horfandi uppá óhæfa stjórnmálamenn agndofa yfir siðlausum bankamönnum.  Sannarlega vona ég að skýrsla rannsóknarnefndarinnar sé vel unnin og hjálpi okkur í viðreisninni.  Það að einugis 12 einstaklingar fengu send bréf vegna andmælaréttar boðar ekki gott að mínu mati. 


Stuðningsmenn og bakland er nauðsynlegt í viðskiptum og pólitík.

Þessa grein skrifaði ég í síðust viku og birti hérmeð.

 

Á þessum tímamótum okkar íslendinga finnst mér eitt koma berlega í ljós.  Í gegnum tíðina hef ég átt erfitt með að koma orðum að þessum þætti en ætla að gera eina tilraun.

Í íþróttum er talað um að stuðningsmenn geti skipt sköpum, einnig er vitað að þjálfarar og fylgdarlið þarf að vera öflugt sem og styrktaraðilar.  Bæjarfélög og heimaborgir þurfa að styðja við íþróttafélögin, við þurfum að vera innan alþjóðlegra vébanda og þátttakendur í ýmsu alþjóðlegu starfi..  Með öðrum orðum, baklandið þarf að bera öflugt og umgjörðin rétt.  Án þessa eigum við erfitt í samkeppni við aðrar þjóðir, fáum ekki þátttökuréttindi eða eigum jafnvel ekkert erindi á alþjóðleg mót.

Í aðdraganda bankahrunsins upplifðum við það að okkur skorti bakland í viðskiptum, bankar og stórfyrirtæki höfðu keypt sig inn á erlenda markaði og þegar á reyndi lokuðust allar dyr (lánalínur og margt fleira)

Í kjölfar bankahrunsins upplifum við það að okkur skortir bakland í pólitík.  Norðurlöndin sögðu nei, USA sagði nei og EU sagði nei.  Atburðir gærdagsins sýna einnig að við fáum ekki þá umfjöllun sem við gerum ráð fyrir, við eigum ekkert bakland. 

Það er óraunhæft fyrir fyrirtæki frá svona litlu landi að ætla sér fyrirferðamikið hlutverk á stórum mörkuðum, mörkuðum sem skiptir þjóðir miklu máli.  Það er kannski hægt með því að sameinast fyrirtækjum sem eiga pólitískt og viðskiptalegt bakland á viðkomandi mörkuðum.  En ein og sér munum við eiga verulega undir högg að sækja frá baklandi annarra.

Góðir hlutir gerast hægt, góð fyrirtæki vaxa hægt, traust útrás þarf að gerast hægt.  Og við þurfum að lúta reglum þjóðanna og haga okkur eins og siðmenntuð þjóð.

Er baklandið að styrkjast núna í Evrópu?

 

 


Icesave fé sent daglega til Íslands

Það fé sem lagt var inn á Icesave reikningana var flutt daglega til Íslands!  Það er staðreynd.  Íslendingar hafa skuldbundið sig til að greiða þetta fé til baka, sem er ótækt að mínu mati.  En við erum búin að samþykkja það, því miður!

En þar sem að við, þjóðin, erum nú að taka á okkur að greiða "tapið" á meðan að "hagnaðurinn" var einkavæddur, finnst mér við eiga rétt á því að vita í hvað þessir peningar fóru.

Við eigum að fá að vita nákvæmlega í hvað Landsbankinn var að lána fé.  Bankaleynd er fín og við (þjóðin) skulum öll skrifa undir yfirlýsingu um að fara með þessar upplýsingar sem trúnaðarmál, rétt eins og starfsmenn og undirverktakar bankanna þurfa að gera.


Ólafur R. taki afleiðingum gjörða sinna .... í einhverju máli!

Ólafur hljóp á sig og verður í kjölfarið að taka afleiðingum gjörða sinna.

Hann slapp frá fjölmiðlalögunum en ég tel að þau hefðu afstýrt mörgum af þeim misgjörðum sem bankarnir og stórfyrirtæki frömdu hér á síðustu árum.

Hann virðist ætla að sleppa frá útrásarpartyinu og timburmönnum þess (kannski eru fjölmiðlar mjúkir við hann v/fjölmiðlalaganna um árið).

En núna verður hann að standa og falla með þessari aðför að lýðræðinu.


Ólafur, Ólafur,...þetta eru milliríkjasamningar, þar gilda reglur (líka óskráðar)

Það var alveg vitað að Ólafur R. gat ekki látið þetta tækifæri framhjá sér fara.  Hann er faðir þjóðarinnar og veit betur en við öll hin.

Mín tröllatrú á Steingrími J. átti undir högg að sækja í þessu máli.  Var hann virkilega að fara að steypa okkur útí skuldafen með því að koma þessu frumvarpi í gegnum þingið?  Satt best að segja trúði ég því varla en ég var sannfærður um að hann hefði sínar ástæður.

Nún upplýsir Eiríkur Tómasson okkur (í aukafréttatíma ruv) að í þessum samningum við Breta og Hollendinga séu undirliggjandi ákvæði sem ekki er hægt að greina frá.

Við Íslendingar verðum að átta okkur á því að við getum ekki alltaf gert alla hluti eftir okkar eigin höfði, við erum hluti af alþjóða samfélagi og verðum að lúta þeim leikreglum sem þar gilda.  Ef bankarnir hefðu haft það líka að leiðarljósi værum við ekki í þessum miklum vandræðum í dag.

Þjóðin mun aldrei geta fengið í hendurnar allar forsendur samninganna, hvorki Bretar né Hollendingar munu samþykkja það.  Það leiðir til þess að við tökum ákvörðun án fullnæjandi forsendna og það veit aldrei á gott.

En tíminn mun leiða í ljós hversu gáfuleg þessi ákvörðun Ólafs R. var og er.  Ég gef henni falleinkunn.


Næsta síða »

Um bloggið

Tómas Einarsson

Höfundur

Tómas Einarsson
Tómas Einarsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...picture_263

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband