Það þarf ekkert Icesave til að fá ríki eins og Frakkland uppá móti okkur

Það hefur ekki farið hátt á Íslandi að nokkrir tugir franskra viðskiptavinir Landsbankans í Lúxembourg hafa undirbúið málshöfðun á hendur stjórnendum Landsbankans.

Landsbankinn var að selja sínar afurðir í gegnum söluskrifstofu sína í Cannes.  Hann bauð lán gegn veðum í eignum fólks sem staðsettar eru í Frakklandi.  Lánasamningarnir voru á þá leið að stærstur hluti lánsins (80-90%) fóru í sjóð á vegum Landsbankans í Luxembourg en viðskiptavinirnir gátu svo ráðstafað afganginum að eigin vild.

Nú kemur að merg málsins.  Þessir sjóðir eru nú tómir og ganga á að veðum, þ.e. eignum fólksins en...Lansbankinn hafði ekki bankaleyfi í Frakklandi og mátti því ekki taka veð í fasteignum þar í landi.

Einn af þeim sem lenti í þessu er maður að nafni Enrico Macias, hann er frægur franskur söngvari og veðsetti hann snotra villu í Saint-Tropez uppá nokkrar milljónir evra.  Hann hefur gefið þessu nokkra fjölmiðlaathygli.  Þess má geta að Enrico er persónulegur vinur Nicolas Sarkozy frakklandsforseta.

Lögfræðingurinn David Dana hefur verið fenginn til að fara með mál Enrico og 20 annarra í svipaðri stöðu.

Síðustu upplýsingar sem ég hef eru þær að engin lögfræðistofa í Luxembourg vildi taka að sér málið fyrir hönd Landsbankans. 

Það þarf ekkert Icesave til að fá slæmt orð á sig í öðrum löndum heldur eingöngu óábyrg vinnubrögð nýríkra íslendinga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Einarsson

Höfundur

Tómas Einarsson
Tómas Einarsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...picture_263

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband