Leikþátturinn "Nýja Ísland" í leikstjórn Bjarna B.

Síminn hringir.

Ásbjörn Ó: "Já, sæll, er þetta Bjarni?  Þetta er Ási hérna, æi, það er smá mál í uppsiglingu.

Bjarni B: "Nú, hvað er í gangi"

Ásbjörn Ó: "æi, við konan greiddum okkur smá arð, vildum koma okkar málum á hreint, þú skilur.  Vera ekki með öll eggin í sömu.. þú veist.

Bjarni B: "Ok, gott mál.  Maður verður að hugsa um sín mál"

Ásbjörn Ó: "jááá..., en við greiddum okkur arð af tapi!"

Bjarni B: "Ó, ehh..., ég ætla að hringja í einn viðskiptafélaga og hringi í þig á eftir"

Bjarni B: "Halló, Kalli?, sæll Bjarni hérna"

Karl W: "Blessaður gamli, allt í góðu?"

Bjarni B: "smá vesen, einn af þingmönnunum mínum greiddi sér arð af tapi, þetta gæti orðið ljótt mál í fjölmiðlum"

Karl W: "hei, arð af tapi, big deal!  Við gerðum þetta með Sjóvá og þetta er ekkert mál.  Hafðu engar áhyggjur"

Bjarni B: "gott að heyra, það er rétt hjá þér.  Þakka þér, pabbi og frændi biðja að heilsa!"

Bjarni B: "Ásbjörn!, sæll Bjarni hérna.  heyrðu, þetta verður ekkert mál, við tökum bara "þögnina" á þetta og svæfum málið.  Ekki tjá þig meira í fjölmiðlum og þetta fjarar út á 1-2 vikum.  OK?!"

Ásbjörn Ó: "Glæsilegt!  Heyrðu, hann Tryggvi Þ. er hérna, hann langar að tala við þig, eitthvað Askar vesen í uppsiglingu"

Bjarni B: "Æi, hef ekki tíma núna.  Segðu honum að taka bara "þögnina" og "Ekki gera neitt" á þetta og þjóðin gleymir þessu á mettíma.

Ásbjörn Ó: "geri það. Vá!  Frábært þetta nýja Ísland.  Tryggvi! Viltu meira kakó?...., hei, Bjarni við Tryggvi eru að fara að vinna, heyrumst!"

Hversu lengi eigum við að þola þetta siðleysi í þjóðfélaginu???


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Komdu sæll,

Var að rekast á bloggið þitt og langar að segja þér að mér finnst þin skrif bæði skemmtileg og upplýsandi. Get tekið undir með þér varðandi flest það sem þú skrifar.

Keep up the good work!

kv, Guðgeir Kristmundsson

Guðgeir (IP-tala skráð) 12.2.2010 kl. 14:42

2 identicon

Þetta er ótrúlegt lið þ.e. leikararnir í leikritinu,...svo erum við hin,, áhorfendurnir, hvað gerum við????

Á öllum kaffistofum verður umræðan þyngri og fólk reiðara. Við Íslendingar erum svo undarlegir, við gerum ekkert, nema á kaffistofunum.

Og alltaf kemur meiri og meiri skítur í ljós,.. alveg sama hvert litið er. Hvað á maður að gera,.??? í alvöru?

margrét e (IP-tala skráð) 12.2.2010 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Einarsson

Höfundur

Tómas Einarsson
Tómas Einarsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...picture_263

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband