Opið bréf til Steingríms Sigfússonar

 Sæll Steingrímur,

Ef hamfarir þær er riðið hafa yfir okkur íslendinga frá 2008 duga ekki til að breytingar verði gerðar á verðtryggingakerfinu, hvað þarf þá til?

Að frátöldum nokkrum fjármagnseigendum hef ég ekki hitt fyrir nokkurn mann sem telur þetta kerfi vera réttlátt.  Sér í lagi eru útlendingar furðulostnir yfir þessu fyrirkomulagi.  Það sýnir okkur hversu samdauna við erum orðin gagnvart þessu óréttlæti.

Nokkrar vangaveltur:

  • Verðtryggjun laun til móts við lánin (óhugsandi!)
  • Hægt væri að greiða vexti af verðbótunum en EKKI leggja þær ofaná höfðustólinn (ég tók lán uppá 13,5 mio en EKKI 17,2!!!)
  • leiðréttum verðbólguútreikningana og látum það gilda afturvirkt, þá leiðréttast verðtryggð lán sjálfkrafa á réttlátan hátt.

Stutt saga:

2007 kaupi ég mér 60fm íbúð til eigin nota.  Ég greiði 3 mio út og fæ 13,5 lánaðar (íslenskt verðtryggt lán).  Lánið stendur núna í 17,2 mio, þrátt fyrir reglulegar afborganir!!  Eigiðféið er uppurið og væri það hvort sem íbúðarverð hefði lækkað eða hækkað.

Eigið fé: 3 mio

Afborganir ár 3 árum: 2,6 mio

Hækkun láns: 3,7 mio

Það hefur semsagt kostað mig 9,3 mio á 3 árum að koma þaki yfir höfuð mér!!!!

Ef ég hefði ekki þurft að kaupa íbúð og hefði sett 3 mio inná bankabók hefði Ríkið tryggt innistæðuna með öllum ráðum, bankakerfið hefði greitt mér vexti.  Og svo hefði verðtryggingin tryggt mig gagnvart verðbólgunni.

Ég hefði m.ö.o. sem fjármagnseigandi verið gulltryggður og verndaður fyrir öllum hugsanlegum skakkaföllum.  En sem lántakandi er ég látin bera kostnaðinn af öllum óvissuþáttum og nýt ENGRAR verndar.

Mér er kunnugt um aðgerðir ríkisstjórnarinnar, þær bara leysa ekki orsök vandans.

Mig langar að hvetja þig til að nota tækifærið sem þessi kreppa þó er og koma í gegn róttækum breytingum.  Ef kreppan nú hefur ekki búið til jarðveginn fyrir slíkar breytingar þá mun hann aldrei verða til.

 

Virðingarfyllst.

 

Tómas Einarsson

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Einarsson

Höfundur

Tómas Einarsson
Tómas Einarsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...picture_263

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband