Ólafur, Ólafur,...þetta eru milliríkjasamningar, þar gilda reglur (líka óskráðar)

Það var alveg vitað að Ólafur R. gat ekki látið þetta tækifæri framhjá sér fara.  Hann er faðir þjóðarinnar og veit betur en við öll hin.

Mín tröllatrú á Steingrími J. átti undir högg að sækja í þessu máli.  Var hann virkilega að fara að steypa okkur útí skuldafen með því að koma þessu frumvarpi í gegnum þingið?  Satt best að segja trúði ég því varla en ég var sannfærður um að hann hefði sínar ástæður.

Nún upplýsir Eiríkur Tómasson okkur (í aukafréttatíma ruv) að í þessum samningum við Breta og Hollendinga séu undirliggjandi ákvæði sem ekki er hægt að greina frá.

Við Íslendingar verðum að átta okkur á því að við getum ekki alltaf gert alla hluti eftir okkar eigin höfði, við erum hluti af alþjóða samfélagi og verðum að lúta þeim leikreglum sem þar gilda.  Ef bankarnir hefðu haft það líka að leiðarljósi værum við ekki í þessum miklum vandræðum í dag.

Þjóðin mun aldrei geta fengið í hendurnar allar forsendur samninganna, hvorki Bretar né Hollendingar munu samþykkja það.  Það leiðir til þess að við tökum ákvörðun án fullnæjandi forsendna og það veit aldrei á gott.

En tíminn mun leiða í ljós hversu gáfuleg þessi ákvörðun Ólafs R. var og er.  Ég gef henni falleinkunn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Einarsson

Höfundur

Tómas Einarsson
Tómas Einarsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...picture_263

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband